EN

Hádegistónleikar í Eldborg

Kammerhópur úr Sinfóníuhljómsveit Íslands leikur Dvořák

Dagsetning Staðsetning Verð
1. okt. 2020 » 12:15 - 12:50 » Fimmtudagur Eldborg | Harpa Aðgangur ókeypis
  • Efnisskrá

    Antonín Dvořák Serenaða fyrir tréblásara, selló og kontrabassa

  • Hljómsveitarstjóri

    Eva Ollikainen

Á þessum hádegistónleikum í Eldborg flytur hópur hljóðfæraleikara úr Sinfóníuhljómsveit Íslands hina dásamlegu seranöðu fyrir blásara, selló og kontrabassa eftir tékkneska tónskáldið Antonín Dvořák. Eva Ollikainen, nýskipaður aðalstjórnandi hljómsveitarinnar, heldur um tónsprotann. Flytjendur eru Julia Hantschel og Peter Tompkins á óbó, Grímur Helgason og Rúnar Óskarsson á klarínett, Bryndís Þórsdóttir, Louisa Slosar og Brjánn Ingason á fagott, Stefán Jón Bernharðsson, Asbjörn Ibsen Bruun, Frank Hammarin og Joseph Ognibene á horn, Sigurgeir Agnarsson á selló og Richard Korn á kontrabassa. Það er tilvalið að koma við í Hörpu og njóta lifandi tónlistarflutnings í Eldborg í hádeginu.

Í samræmi við sóttvarnarlög verður sætaframboð á þessa tónleika takmarkað og nálægðarmörk milli gesta verða virt. Tónleikagestir eru beðnir um að sækja sér miða hér á vef hljómsveitarinna eða í miðasölu Hörpu. Við biðjum tónleikagesti að gæta vel að sóttvarnarreglum og kynna sér leiðbeiningar til tónleikagesta áður en mætt er á tónleikana.

Aðgangur er ókeypis og allir velkomnir. Tónleikarnir eru um hálftímalangir. Athugið að sækja þarf miða á tónleikana.

Athugið: Upphaflega stóð til að flytja fjórðu sinfóníu Beethovens á hádegistónleikunum en breyta þurfti dagskránni vegna óviðráðanlegra aðstæðna.