EN

Harry Potter og viskusteinninn

Bíótónleikar með lifandi leik Sinfóníuhljómsveitar Íslands

Snilld í áskrift! Veldu tvenna tónleika eða fleiri á kortið þitt og þú færð 20% afslátt af miðaverði. Kaupa áskrift
Dagsetning Staðsetning Verð
26. mar. 2021 » 19:00 - 21:00 Eldborg | Harpa Miðasala ekki hafin
27. mar. 2021 » 14:00 - 16:00 Eldborg | Harpa Miðasala ekki hafin

Á þessum bíótónleikum verður ein dáðasta kvikmynd síðari ára sýnd í Eldborg með lifandi tónlistarflutningi Sinfóníuhljómsveitar Íslands. Harry Potter og viskusteinninn kom út árið 2001 og var aðsóknarmesta mynd ársins. Með myndinni öðluðust leikararnir ungu, Daniel Radcliffe og Emma Watson, heimsfrægð og ævintýraheimur J.K. Rowling varð ljóslifandi á hvíta tjaldinu. Myndin hlaut þrjár tilnefningar til Óskarsverðlauna og í kjölfarið fylgdu sjö framhaldsmyndir á níu árum.

Tónlistin leikur stórt hlutverk í myndunum um Harry Potter enda sjálfur John Williams sem samdi hana og hefur hlotið fyrir hana fjölda viðurkenninga. Williams notar leiðsögustef í tónlist sinni, lætur meginpersónur og staði hafa eigin stef sem hafa sterkan blæ, til dæmis erkióvininn Voldemort, heimavistarskólann Hogwarts, vináttustefið, og aðalstefið sem kennt er við ugluna Hedwig.

Tónlistin við þessa frábæru mynd lifnar við í lifandi flutningi Sinfóníuhljómsveitar Íslands, sem leikur við sjálfa myndina.