EN

Hljómsveitarstjóra-akademía

Opnir hádegistónleikar

Tryggðu þér besta verðið með 20% afslætti með því að kaupa miða á ferna tónleika eða fleiri – Regnbogakort
Dagsetning Staðsetning Verð
6. mar. 2024 » 12:00 » Miðvikudagur Norðurljós | Harpa
Aðgangur ókeypis
  • Efnisskrá

    Efnisskrá kynnt síðar

Sinfóníuhljómsveit Íslands heldur nú í fjórða sinn námskeið í hljómsveitarstjórn undir stjórn og leiðsögn Evu Ollikainen aðalhljómsveitarstjóra Sinfóníunnar. Í Hljómsveitarstjóraakademíunni fær ungt og efnilegt tónlistarfólk tækifæri til þess að spreyta sig á stjórnendapallinum og stjórna heilli sinfóníuhljómsveit undir handleiðslu Evu. 

Akademían er fyrst og fremst vettvangur nemenda sem lokið hafa miðprófi hið minnsta í hljóðfæraleik eða söng. Völdum nemendum gefst svo tækifæri til að stjórna Sinfóníuhljómsveit Íslands á hádegistónleikum í lok námskeiðs.

Gestir eru velkomnir á viðburðinn og geta fylgst með þessum ungu og efnilegu stjórnendum stíga sín fyrstu skref á pallinum.

Aðgangur er ókeypis og öll velkomin.