EN

Högni – Föstudagsröð

Högni og Sinfóníuhljómsveit Íslands

Áskrift veitir þér 20% afslátt af miðaverði. Tryggðu þér áskrift eða endurnýjaðu áskriftina þína hér á vefnum.
Dagsetning Staðsetning Verð
5. nóv. 2021 » 18:00 » Föstudagur Norðurljós | Harpa 3.900 kr.
5. nóv. 2021 » 20:00 » Föstudagur Norðurljós | Harpa 3.900 kr.
Kaupa miða
 • Efnisskrá

  Tvö sinfónísk ljóð úr Kötlu
  ° Imagining this Existence-Miserable Skies-Old Solutions
  ° Sacred Openings-Guð gef mér til þín-Dolorem-Falling again
  Pastoral
  Sinfónía nr. 1
  Like Marie Curie

 • Hljómsveitarstjóri

  Kornilios Michailidis

Högni Egilsson hefur um langt árabil verið meðal kunnustu tónlistarmanna landsins og hefur náð athygli langt út fyrir landsteinana með tónlist sinni og starfi með tónlistarhópnum Hjaltalín. Hann hefur einnig samið viðamikla tónlist fyrir þáttaröðina Katla á Netflix, sem Sinfóníuhljómsveit Íslands tók þátt í að flytja.

Högni á að baki langt nám í klassískri tónlist. Hann stundaði fiðlunám í æsku, söng með Hamrahlíðarkórnum um árabil og lauk tónsmíðanámi við Listaháskóla Íslands. Á þessum tónleikum hljómar ný sinfónísk tónlist eftir þennan virta og vinsæla tónlistarmann og er þetta í fyrsta sinn sem Högni semur sérstaklega fyrir Sinfóníuhljómsveit Íslands.