EN

Högni og Sinfóníuhljómsveit Íslands

Sinfónía nr. 1

Tryggðu þér besta verðið með 20% afslætti með því að kaupa miða á ferna tónleika eða fleiri – Regnbogakort
Dagsetning Staðsetning Verð
5. nóv. 2021 » 18:00 » Föstudagur Norðurljós | Harpa 3.900 kr.
5. nóv. 2021 » 20:00 » Föstudagur Norðurljós | Harpa 3.900 kr.
Hlusta
 • Efnisskrá

  Tvö sinfónísk ljóð úr Kötlu
  ° Imagining this Existence-Miserable Skies-Old Solutions
  ° Sacred Openings-Guð gef mér til þín-Dolorem-Falling again
  Pastoral
  Sinfónía nr. 1
  Like Marie Curie

 • Söngur og píanó

  Högni Egilsson

 • Hljómsveitarstjóri

  Kornilios Michailidis

Högni Egilsson hefur um langt árabil verið meðal kunnustu tónlistarmanna landsins. Þessir spennandi  tónleikar í Föstudagsröð Sinfóníuhljómsveitar Íslands eru helgaðir nýrri sinfónískri tónlist Högna og mun hann einnig koma fram sjálfur með hljómsveitinni í sumum verkanna. Hljómsveitin hefur áður flutt tónlist Högna, meðal annars tekið upp tónlistina fyrir Netflix-sjónvarpsþáttaröðina Kötlu og verða tvö sinfónísk ljóð úr Kötlu flutt á tónleikunum. Ennfremur verða frumflutt verk sem samin eru sérstaklega í tilefni tónleikanna, þar á meðal er fyrsta sinfónía Högna, hans stærsta hljómsveitarverk til þessa.

Högni hefur náð athygli langt út fyrir landsteinana með tónlist sinni og starfi með tónlistarhópunum Hjaltalín og GusGus. Hann á að baki langt nám í klassískri tónlist, hann stundaði fiðlunám í æsku, söng með Hamrahlíðarkórnum um árabil og lauk tónsmíðanámi við Listaháskóla Íslands. 

Sækja tónleikaskrá