EN

Jólatónleikar Sinfóníunnar

Litli tónsprotinn

Áskrift að tónleikaröð eða Regnbogakorti tryggir þér öruggt sæti á besta verðinu með 20% afslætti
Dagsetning Staðsetning Verð
13. des. 2025 » 14:00 » Laugardagur Eldborg | Harpa 3.990 - 4.900 kr.
13. des. 2025 » 16:00 » Laugardagur Eldborg | Harpa 3.990 - 4.900 kr.
14. des. 2025 » 14:00 » Sunnudagur Eldborg | Harpa 3.990 - 4.900 kr.
14. des. 2025 » 16:00 » Sunnudagur Eldborg | Harpa 3.990 - 4.900 kr.
Kaupa miða
  • Hljómsveitarstjóri

    Elias Brown

  • Einsöngvarar

    Kristjana Stefánsdóttir
    Einar Örn Magnússon
    Kolbrún Völkudóttir einsöngur á táknmáli

  • Kynnir

    Trúðurinn Barbara

  • Kórar

    Stúlknakór Reykjavíkur
    Kammerkórinn Aurora

  • Aðrir gestir

    Bjöllukór Tónlistarskóla Reykjanesbæjar
    Bjöllukór Tónstofu Valgerðar
    Dansarar úr Listdansskóla Íslands
    Slagverkshópur úr Skólahljómsveit Vesturbæjar og Miðbæjar
    Trompetleikarar úr Ungsveitinni

Jólatónleikar Sinfóníuhljómsveitar Íslands hafa um árabil notið mikilla vinsælda meðal gesta á öllum aldri. Á þessum hátíðlegu fjölskyldutónleikum hljóma sígildar jólaperlur og klassísk jólaævintýri sem koma öllum í hið sanna jólaskap. Að vanda stíga margir ungir listamenn sín fyrstu spor á þessum tónleikum, jafnt einleikarar, dansarar sem og kórar.

Einsöngvarar í ár eru jazzsöngvararnir Kristjana Stefánsdóttir og Einar Örn Magnússon og Kolbrún Völkudóttir syngur á táknmáli. Trúðurinn Barbara, besta vinkona Halldóru Geirharðsdóttur leikkonu, kynnir tónleikana á sinn einstaka hátt.

Þetta eru sannarlega tónleikar fyrir jólabörn á öllum aldri.

Tónleikarnir eru túlkaðir á táknmáli.