EN

Jólatónleikar Sinfóníunnar

Tryggðu þér besta sætið með 20% afslætti með áskrift að tónleikaröð eða veldu ferna eða fleiri tónleika á Regnbogakort með 20% afslætti.
 • 16. des. 2017 » 14:00 Eldborg | Harpa 2.500 - 2.900 kr.
 • 16. des. 2017 » 16:00 Eldborg | Harpa 2.500 - 2.900 kr.
 • 17. des. 2017 » 14:00 Eldborg | Harpa 2.500 - 2.900 kr.
 • 17. des. 2017 » 16:00 Eldborg | Harpa 2.500 - 2.900 kr.
 • Kaupa miða
 • Efnisskrá

  Robert Sheldon Jólaforleikur
  John Francis Wade Adeste Fideles (Frá ljósanna hásal)
  Pjotr Tsjajkovskíj Dansar úr Hnotubrjótnum
  Jester Hairston Mary’s Boy Child
  Sígild jólalög

 • Hljómsveitarstjóri

  Bernharður Wilkinson

 • Kynnir

  Trúðurinn Barbara

 • Fram koma

  Fjöldi góðra gesta

Jólatónleikar Sinfóníuhljómsveitarinnar hafa um árabil notið gífurlegra vinsælda meðal hlustenda á öllum aldri. Á þessum hátíðlegu fjölskyldutónleikum eru sígildar jólaperlur í bland við klassísk jólaævintýri og grípandi hljómsveitartónlist allsráðandi.

Nemendur úr Listdansskóla Íslands dansa þætti úr Hnotubrjótnum, píanóleikararnir Alexander Viðar, Anais Bergsdóttir, Ásta Dóra Finnsdóttir og Magnús Stephensen flytja jólasyrpu, Saxófónhópur Tónlistarskóla Garðabæjar sveiflar hlustendum yfir í Karíbastemningu stáltrommuhóps sem færir hita og yl inn í Eldborg. 

Stúlknakór Reykjavíkur, Margrét Eir og Kolbrún Völkudóttir ásamt táknmálskórnum Litlu sprotunum færa hlustendum jólalögin í sannkölluðum hátíðarbúningi.

Kynnir tónleikanna, trúðurinn Barbara, lætur heldur ekki sitt eftir liggja. 

Tónleikarnir eru túlkaðir á táknmáli og Bjöllukór Tónlistarskóla Reykjanesbæjar flytur jólalög fyrir og eftir tónleikana. 

Sækja tónleikaskrá