EN

Klassíkin okkar – Kvikmyndatónlistarveisla

Sjónvarpstónleikar

Tryggðu þér besta verðið með 20% afslætti með því að kaupa miða á ferna tónleika eða fleiri – Regnbogakort
Dagsetning Staðsetning Verð
1. sep. 2023 » 20:00 » Föstudagur Eldborg | Harpa 3.000 - 6.950 kr.
  • Efnisskrá

    Richard Strauss Also Sprach Zarathustra úr 2001 Space Odyssey
    Lalo Schifrin Aðalstefið úr Mission Impossible
    John Williams Stef uglunnar Hedwig úr Harry Potter
    John Williams Aðalstefið úr Star Wars
    Sigfús Halldórsson Vegir liggja til allra átta úr 79 af stöðinni
    Pjotr Tsjajkovksíj Svanavatnið (2. þáttur, sena 10) úr Billy Elliot og Black Swan
    Bernard Herrmann Strengjasvíta (brot) úr Psycho
    Wolfgang Amadeus Mozart Brúðkaup Fígarós: „Duettino“ Sull’aria úr The Shawshank Redemption
    Ludwig van Beethoven Sinfónía nr. 7, Allegretto úr The King's Speech
    Magnús Eiríksson Draumaprinsinn úr Okkar á milli í hita og þunga dagsins
    Sigmund Romberg Hraustir menn úr Karlakórnum Heklu
    Richard Wagner Valkyrjan, 3. þáttur: Valkyrjureiðin úr Apocalypse Now, The Birth of a Nation, Valkyrie, The Running Man o.fl.
    Hildur Guðnadóttir Bathroom Dance úr Joker
    Jóhann Jóhannsson Domestic Pressures og Cambridge, 1963 úr Theory of Everything
    John Williams Flugstefið úr E.T.
    Dmitríj Shostakovitsj Vals nr. 2 úr Jazzsvítu nr. 2 úr Eyes Wide Shut
    Ennio Morricone Ástarstefið úr Cinema Paradiso
    Ennio Morricone Aðalstefið úr The Good, the Bad and the Ugly
    Valgeir Guðjónsson Slá í gegn úr Með allt á hreinu

  • Hljómsveitarstjóri

    Sarah Hicks

  • Kynnar

    Guðni Tómasson
    Halla Oddný Magnúsdóttir

  • Einleikarar

    Sigrún Eðvaldsdóttir

  • Einsöngvarar

    Eyþór Ingi Gunnlaugsson
    Gissur Páll Gissurarson
    Herdís Anna Jónasdóttir
    Jóna G. Kolbrúnardóttir
    Katrín Halldóra Sigurðardóttir
    Ragnhildur Gísladóttir
    Sigrún Hjálmtýsdóttir, Diddú

  • Kór

    Karlakórinn Fóstbræður

  • Kórstjóri

    Árni Harðarson

Viðburðurinn Klassíkin okkar er löngu orðin að föstum punkti í tónlistarlífi landsmanna en þá sýnir Sjónvarpið beint frá tónleikum Sinfóníuhljómsveitar Íslands þar sem þjóðin fær að hlutast til um efnisskrána og öllu er tjaldað til. Að þessu sinni verður vinsæl tónlist úr kvikmyndum í aðalhlutverki – allt frá Wolfgang Amadeusi Mozart og Ludwig van Beethoven til John Williams, Jóhanns Jóhannssonar og Hildar Guðnadóttur, auk ógleymanlegra laga úr íslenskum kvikmyndum. 

Það er því næsta víst að allir finna eitthvað við sitt hæfi – spennu, drama, húmor og djúpar tilfinningar í ómótstæðilegum laglínum sem lifnað hafa á hvíta tjaldinu. Þetta er í áttunda skipti sem Sinfóníuhljómsveit Íslands og RÚV efna til þessa sívinsæla samstarfsverkefnis og verður fjölbreytnin í fyrirrúmi sem endranær.

*Vegna ófyrirsjáanlegra aðstæðna getur Daníel Bjarnason ekki stjórnað Klassíkinni okkar eins og fyrirhugað var. Í hans stað mun Sarah Hicks stjórna tónleikunum en hún kemur við á Íslandi á leið sinni til Lundúna þar sem hún stjórnar BBC Concert Orchestra á tónleikum Rufusar Wainwright á PROMS-tónlistarhátíð BBC.

Sækja tónleikaskrá