Dagsetning | Staðsetning | Verð | ||
---|---|---|---|---|
30. ágú. 2024 » 20:00 » Föstudagur | Eldborg | Harpa | 2.900 - 7.900 kr. | ||
Horfa |
-
Efnisskrá
Gioachino Rossini William Tell, forleikur
Sergej Prokofíev Montag og Kapúlett úr Rómeó og Júlíu
Jacob Gade Tango Jalousie
Leonard Bernstein Mambo úr West Side Story
W.A Mozart Soave sia il vento úr Così fan tutte
Anna Meredith Nautilus
Una Torfadóttir Fyrrverandi
W.A. Mozart Lacrimosa úr Requiem
Aaron Copland Fanfare for the Common Man
Gioachino Rossini Kattadúettinn
Bubbi Kveðja
Bedřich Smetana Moldá
Giuseppe Verdi Dies irae úr Requiem
Sigvaldi Kaldalóns Ave María
Ludwig van Beethoven Óðurinn til gleðinnar
-
Hljómsveitarstjóri
Bjarni Frímann Bjarnason
-
Flytjendur
Agnes Thorsteins
Bubbi Morthens
Gunnar Björn Jónsson
Karin Torbjörnsdóttir
Ólafur Kjartan Sigurðarson
Sigrún Eðvaldsdóttir
Una Torfadóttir
-
Kórar
Mótettukórinn
Söngsveitin Fílharmónía
-
Kynnar
Halla Oddný Magnúsdóttir
Guðni Tómasson
Klassíkin okkar er löngu orðin fastur liður í tónlistarlífi landsmanna, en þá sýnir RÚV beint frá tónleikum Sinfóníuhljómsveitar Íslands þar sem þjóðin fær að hlutast til um dagskrána og öllu er tjaldað til. Að þessu sinni bera tónleikarnir yfirskriftina Á valdi tilfinninganna. Tengsl tónlistar við tilfinningalíf mannsins eru djúpstæð og margvísleg. Tónlistin gleður okkur, léttir okkur lund og kemur okkur jafnvel til að hlæja, en vekur einnig hjá okkur trega, sorg og samlíðan, kveikir með okkur ótta, reiði, kvíða og jafnvel örvæntingu. Klassíkin okkar er í ár helguð því magnaða litrófi tilfinninga sem tónlistin geymir og hvert okkar upplifir og túlkar með sínum hætti.
Á efnisskránni eru skemmtileg og hrífandi verk sem spanna allt litróf mannlegra tilfinninga. Þriggja vasaklúta aríur, spennuþrungnir örlagatónar, fagnaðarsöngvar, dillandi forleikir og dægurlög sem sameina kynslóðirnar í gleði og sorg, eftir tónskáld á borð við Mozart, Stravinskíj, Rossini, Copland, Beethoven og Bubba Morthens. Það er Bjarni Frímann Bjarnason sem heldur um tónsprotann í þessari tónlistarveislu og fjöldi glæsilegra listamanna kemur fram með Sinfóníuhljómsveitinni.