Dagsetning | Staðsetning | Verð | |||||||
---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|
3. sep. 2021 » 20:00 » Föstudagur | Eldborg | Harpa | 2.900 – 5.900 kr. | |||||||
Horfa | Hlusta |
-
Efnisskrá
Leikhúsforleikur
Afmælisdiktur úr Ofvitanum
Maríuvers úr Gullna hliðinu
Morgunstemning úr Pétri Gaut
Söngur Sólveigar úr Pétri Gaut
Undir Stórasteini úr Járnhausnum
Kæru systur úr Saumastofunni
Hjá lygnri móðu úr Húsi skáldsins
Hvert örstutt spor úr Silfurtúnglinu
Maístjarnan úr Húsi skáldsins
Döggin á rósum úr Söngvaseiði
Ef ég væri ríkur úr Fiðlaranum á þakinu
Mambó úr West Side Story
Heyr mína bæn úr Ellý
Þrek og tár úr samnefndum söngleik
Odi et amo úr Englabörnum
Saman úr Ökutímum
Vegbúi úr Þrúgum reiðinnar
Gegnum holt og hæðir úr Gretti
Vertu úlfur úr samnefndri sýningu
One Day More úr Vesalingunum
-
Hljómsveitarstjóri
-
Einsöngvarar
Jóna G. Kolbrúnardóttir
Elmar Gilbertsson
Jóhann Sigurðarson
Emilíana Torrini
Markéta Irglová
Katrín Halldóra Sigurðardóttir
Kristjana Stefánsdóttir
Lay Low
Salka Sól Eyfeld
Valgerður Guðnadóttir
Þór Breiðfjörð
Ólafía Hrönn Jónsdóttir
Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir
Hildur Vala Baldursdóttir
Vigdís Hrefna Pálsdóttir
Hallgrímur Ólafsson
Guðjón Davíð Karlsson
-
Kór
Söngsveitin Fílharmónía
Stúlknakór Reykjavíkur
-
Kynnar
Halla Oddný Magnúsdóttir
Guðni Tómasson
Undanfarin fimm ár hafa Sinfóníuhljómsveit Íslands og RÚV efnt til glæsilegra tónleika undir yfirskriftinni „Klassíkin okkar“ sem hafa hlotið gífurlega athygli og vinsældir.
Þann 3. september næstkomandi verða sjöttu tónleikarnir af þessum toga haldnir í Hörpu og að þessu sinni verður athyglinni beint að leikhústónlist, úr innlendum jafnt sem erlendum verkum frá ýmsum tímum.
Meðal þeirra gimsteina sem hljóma á tónleikunum má nefna Afmælisdiktur („Í Skólavörðuholtið hátt“) eftir Atla Heimi Sveinsson, Söng Sólveigar eftir Hjálmar H. Ragnarsson, Maístjörnuna eftir Jón Ásgeirsson, og lög úr vinsælum söngleikum eins og Vesalingunum og West Side Story.
Vorið 2021 gafst Íslendingum færi á að kjósa sitt uppáhalds íslenska leikhúslag á ruv.is og verða þau lög sem hlutu flest atkvæði flutt á tónleikunum, sem eru sýndir í beinni útsendingu á RÚV.
Tónleikarnir eru samstarfsverkefni Sinfóníuhljómsveitar Íslands, Þjóðleikhússins og RÚV.
Framúrskarandi söngvarar, leikarar og kórar koma fram í þessari einstöku dagskrá þar sem töfrar leikhússins verða í algleymingi.