EN

Akiko Suwanai

Fiðluleikari

Japanski fiðluleikarinn Akiko Suwanai (f. 1972) lærði fiðluleik í heimalandi sínu og síðar við Juilliard-skólann í New York þar sem Dorothy DeLay og Cho-Liang Lin voru kennarar hennar. Hún var yngsti keppandi til að bera sigur úr býtum í Tsjajkovskíj-fiðlukeppninni árið 1990. Auk þess varð hún í öðru sæti í Queen Elisabeth-keppninni í Brussel árið 1989. Á undaförnum misserum hefur hún meðal annars komið fram með hljómsveitinni Fílharmóníu, Philadelphia-hljómsveitinni og Finnsku útvarpshljómsveitinni.

Suwanai hefur áður leikið með Sinfóníuhljómsveit Íslands, fiðlukonsert nr. 2 eftir Prokofíev árið 2005. Hún leikur á Stradivarius-fiðlu frá árinu 1714 sem áður var í eigu Jascha Heifetz.