EN

Alexander Jarl Þorsteinsson

Einsöngvari

Alexander Jarl Þorsteinsson, tenór hóf söngnám 8 ára að aldri við Tónlistarskóla Vestmannaeyja. Í Tónlistarskólanum í Garðabæ var Guðrún Jóhanna Jónsdóttur aðalkennari hans en á árunum 2012 til 2016 stundaði hann nám í Söngskóla Sigurðar Demetz í Reykjavík undir leiðsögn Gunnars Guðbjörnssonar. Þar söng hann í uppfærslum skólans titilhlutverk óperunnar Orfeo, Lyonel í Martha, og Beppe í Rita.

Eftir framhaldspófi hélt Alexander Jarl áfram námi við Royal College of Music í London þar sem hann lauk Post Gruatuate Diploma in Vocal perfomance vorið 2016. Þar söng hann Fenton í Die lustigen Weiber von Windsor og Lysander í A Midsummer Night's Dream.

Í framhaldi stundaði hann frekara nám Royal Conservatoire í Antwerpen hjá Gary Jankowski. Alexander Jarl söng Tamino í Töfraflautu Mozarts vorið 2018 og sama hlutverk túlkaði hann aftur síðar sama ár fyrir Opera Avanti. Alexander stundar nú nám í Flórens á Ítalíu undir handleiðslu Leonardo De Lisi.