EN

Amalie Stalheim

Sellóleikari

Norski sellóleikarinn Amalie Stalheim er fædd í Bergen árið 1993. Hún er margverðlaunaður og eftirsóttur sellóleikari sem kemur jöfnum höndum fram með virtum hljómsveitum og sem túlkandi kammertónlistar. Á meðal samstarfsfólks á sviði kammertónlistar má nefna fiðluleikarann Janine Jansen, víóluleikarann Lars Anders Tomter, sellóleikarann Yo-Yo Ma, píanóleikarana Leif-Ove Andsnes og Kathryn Stott, og mezzósópraninn Önnu Sofie von Otter.  Stalheim hefur komið fram sem einleikari með virtum hljómsveitum svo sem Fílharmóníusveitunum í Osló, Bergen og Stokkhólmi og Sinfóníuhljómsveitinni í Gautaborg og starfað með hljómsveitarstjórum svo sem Ed Gardner, Dalia Stasevska, Okko Kamu og Anna Maria Helsing. Amalie Stalheim er ötull flytjandi samtímatónlistar og hefur pantað og frumflutt verk eftir tónskáldin Missy Mazzoli, Lasse Thoresen, Marcus Paus, Kaiju Saariaho og Therese Ulvo svo nokkur séu nefnd.  Þetta er í fyrsta sinn sem Amalie Stalheim kemur fram með Sinfóníuhljómsveit Íslands.