EN

Anna Þorvaldsdóttir

Tónskáld

Anna Þorvaldsdóttir hefur skipað sér í fremstu röð tónskálda á heimsvísu undanfarin ár, en verk hennar hafa verið pöntuð af ýmsum fremstu hljómsveitum, tónlistarhópum og tónleikastöðum heims, þ.á.m. Berlin Philharmonic, New York Philharmonic, Los Angeles Philharmonic, Orchestre de Paris, City of Birmingham Symphony Orchestra, Gothenburg Symphony Orchestra, Ensemble Intercontemporain, International Contemporary Ensemble, Carnegie Hall og BBC Proms. Meðal annarra hljómsveita sem leikið hafa verk Önnu má nefna Boston Symphony Orchestra, BBC Symphony Orchestra, London's Philharmonia Orchestra, San Francisco Symphony, NDR Elbphilharmonie Orchester, Royal Stockholm Philharmonic, Tokyo Metropolitan Symphony Orchestra, Vienna Radio Symphony Orchestra, BBC Scottish Symphony Orchestra, Finnish Radio Symphony Orchestra, Helsinki Philharmonic, Oslo Philharmonic, Netherlands Radio Philharmonic Orchestra, og Royal Scottish National Orchestra. Þá hefur tónlist hennar hljómað á tónleikastöðum og hátíðum á borð við Wigmore Hall, Royal Albert Hall, Southbank Centre, Royal Opera House, Park Avenue Armory í New York, Lincoln Center's Mostly Mozart Festival í New York, Spitalfields Music Festival í London, Composer Portraits Series í Miller Theatre í New York, Leading International Composers í Washington DC, ISCM World Music Days, Nordic Music Days, Lucerne Summer Festival, Ultima Festival Oslo og í Kennedy Center í Washington DC.

Verk Önnu hafa hlotið ýmsar viðurkenningar og verðlaun og er Anna til að mynda handhafi Tónlistarverðlauna Norðurlandaráðs 2012, Kravis Emerging Composer Award frá New York Philharmonic 2015 og hinna bresku Ivors Academy tónskáldaverðlauna 2021.

Anna er með doktorsgráðu í tónsmíðum frá University of California, San Diego.

Komið hafa út fimm portrait plötur með verkum Önnu í útgáfu Innova Recordings, Deutsche Grammophon og Sono Luminus. Plöturnar hafa allar hlotið afar góðar viðtökur og dóma og hafa t.a.m. margsinnis verið valdar á lista yfir bestu plötur ársins hjá The New York Times, The New Yorker Magazine, Boston Globe og NPR Classical.

Anna Þorvaldsdóttir var útnefnd staðartónskáld Sinfóníuhljómsveitar Íslands í byrjun árs 2018 og gegndi stöðunni til ársins 2024.