EN

Ari Eldjárn

Uppistandari

Ari Eldjárn er einn vinsælasti uppistandari þjóðarinnar og hefur haldið á fjórða hundrað uppstandssýninga með félögum sínum í uppistandshópnum Mið-Íslandi. Hann kemur reglulega fram í öllum Norðurlöndunum, hefur  margoft tekið þátt í að skrifa og leika í Áramótaskaupinu og setur þar að auki árlega á svið sína eigin áramótasýningu í Háskólabíói sem ber nafnið „Áramótaskop“.  Þá hefur Ari stigið á svið með hljómsveitum á borð við Þursaflokkinn og Baggalút.

Tónleikar Sinfóníuhljómsveitar Íslands og Ara Eldjárns nutu geysilegra vinsælda. Uppselt var á þrenna tónleika í Eldborg og eftirspurn eftir miðum var slík að ákveðið var að endurtaka tónleikana í september 2018.