EN

Ásta Dóra Finnsdóttir

Píanóleikari

Ásta Dóra Finnsdóttir er aðeins fjórtán ára gömul en hefur um árabil verið í hópi efnilegustu píanóleikara Íslands. Hún komst í heimsfréttirnar níu ára þegar myndband þar sem hún lék Mozart á almenningspíanó í Lundúnum komst á flug í netheimum og milljónir manna horfðu á það um allan heim. Hljóðritun hennar á Corelli-tilbrigðum Rakhmanínovs, sem flutt var á Rás 1 Ríkisútvarpsins á nýársdag, vakti verðskuldaða athygli. Ásta Dóra þreytir frumraun sína með Sinfóníuhljómsveit Íslands þann 6. október 2021 og flytur hinn bráðskemmtilega píanókonsert nr. 2 eftir Shostakovitsj, sem er fullur af æskufjöri enda samdi tónskáldið verkið fyrir ungan son sinn.