EN

Bára Gísladóttir

Tónskáld/Einleikari

Tónskáldið og kontrabassaleikarinn Bára Gísladóttir nam tónsmíðar við Listaháskóla Íslands hjá Hróðmari I. Sigurbjörnssyni og Þuríði Jónsdóttur auk þess að nema við Giuseppe Verdi-tónlistarháskólann í Mílanó (Gabriele Manca) og Konunglega tónlistarháskólann í Kaupmannahöfn (Niels Rosing-Schow og Jeppe Just Christensen).

 Bára hefur unnið til fjölda verðlauna fyrir verk sín, þar á meðal Carl Nielsen and Anne Marie Carl-Nielsen Foundation's Talent Awards, Gladsaxe Music Prize og Léonie Sonning Talent Prize. Þá var plata kennar, Kraumur, tilnefnd til Íslensku tónlistarverðlaunanna og verk hennar VÍDDIR var tilnefnt til tónlistarverðlauna Norðurlandaráðs. Verk hennar hafa verið flutt víða, m.a. af Fílharmóníusveitinni í Kaupmannahöfn, Dönsku þjóðarhljómsveitinni, Útvarpshljómsveitinni í Frankfurt, Sinfóníuhljómsveit Íslands og fjöldanum öllum af kammerhópum auk þess sem þau hafa verið valin til flutnings á tónlistarhátíðum víða um heim, s.s. CPH Jazz Festival, Myrkum músíkdögum, Darmstädter Ferienkurse, Huddersfield Contemporary Music Festival, International Rostrum of Composers og KLANG Festival. 

Bára hefur meðal annars sent frá sér plöturnar VÍDDIR (Dacapo Records 2022) og Caeli (Sono Luminus 2021) og hún kemur víða fram sem flytjandi eigin verka. Þá leikur hún á kontrabassa í Elja Ensemble. Verk Báru eru gefin út af Edition·S.