EN

Bror Magnus Tødenes

Einsöngvari

Bror Magnus Tødenes ólst upp í smábænum Eiksund á miðvesturströnd Noregs. Hann hóf píanónám átta ára gamall en smám saman varð söngurinn yfirsterkari og hann lærði við Tónlistarháskólann í Þrándheimi og við Conservatorio di Musica Santa Cecilia í Róm þar sem Elizabeth Norberg-Schultz var kennari hans. Hann hlaut fyrstu verðlaun í Tebaldi-söngkeppninni 2015 og söng lög sem Jussi Björling gerði fræg inn á geisladisk sem náði miklum vinsældum í Noregi og Svíþjóð. Þá söng hann við afhendingu friðarverðlauna Nóbels 2014, í Ráðhúsinu í Ósló. Hann syngur hlutverk Rodrigos í Ótelló Verdis á Salzburgarhátíðinni 2016, en það hlutverk hefur hann einnig sungið með Fílharmóníuhljómsveitunum í Ósló og Björgvin.