EN

David Bobroff

Bassabásúnuleikari

David Bobroff er fæddur í Chicago í Illinois. 14 ára gamall hóf hann að læra á básúnu og lauk síðar tónlistarnámi frá Háskólanum í Jacksonville. Hann hélt áfram námi við Tónlistarháskólann í Cincinnati í Ohio og lauk þaðan mastersprófi. Í framhaldi af því varð David Bobroff sá fyrsti til að hefja diplóma-nám við sama skóla. Á námsárunum lék Bobroff reglulega sem aukamaður með Sinfóníuhljómsveit Cincinnati, auk þess að leika við Cincinnati-óperuna, Cincinnati-ballettinn og með Cincinnati Pops hljómsveitinni. Bobroff lék víða með hljómsveit Glenns Miller í nokkur ár eftir það áður en hann var ráðinn við Sinfóníuhljómsveit Tenerife á Kanaríeyjum. Þaðan lá leiðin til Sinfóníuhljómsveitar Íslands þar sem Bobroff hefur leikið síðan 1995.