EN

Dima Slobodeniouk

Hljómsveitarstjóri

Hljómsveitarstjórinn Dima Slobodeniouk nýtur mikillar viðurkenningar fyrir ómælda hæfileika á tónleikasviðinu. Lifandi túlkun hans á fjölbreyttum verkum tónbókmenntanna hefur skipað honum í röð virtustu hljómsveitarstjóra samtímans.

Slobodeniouk hefur starfað með fremstu hljómsveitum heims, þar á meðal Berlínarfílharmóníunni, Fílharmóníusveit New York borgar, Lundúnafílharmóníunni, Gewandhaus-hljómsveitinni í Leipzig, Concertgebouw-hljómsveitinni í Amsterdam, Vínarsinfóníunni, Tonhalle-hljómsveitinni í Zürich og Sinfóníuhljómsveit NHK í Tókýó. Meðal einleikara sem hann hefur unnið með eru Leif Ove Andsnes, Martha Argerich, Emanuel Ax, Isabelle Faust, Barbara Hannigan, Yuja Wang og Frank Peter Zimmermann.

Slobodeniouk stundaði nám við Sibeliusarakademíuna í Helsinki; fyrst á fiðlu hjá Olgu Parkhomenko og síðar hljómsveitarstjórn hjá Leif Segerstam, Jorma Panula og Atso Almila. Hann var tónlistarstjóri Sinfóníuhljómsveitar Galisíu á árunum 2013– 2022, aðalhljómsveitarstjóri Sinfóníuhljómsveitarinnar í Lahti 2016–2021 og listrænn stjórnandi Sibelius-hátíðarinnar. Í starfi sínu hefur hann lagt áherslu á að skapa ný tækifæri fyrir unga hljómsveitarstjóra með verkefnum sem gefa þeim vettvang til að vinna með atvinnuhljómsveitum.

Slobodeniouk hefur gert fjölmargar hljóðritanir sem hlotið hafa mikið lof, m.a. fyrir Sellókonsert Esa-Pekka Salonen með Sinfóníuhljómsveit Rotterdam og Nicolas Altstaedt, sem hlaut ICMA-verðlaunin, auk nýlegrar útgáfu með verkum eftir Kalevi Aho

Þetta er í þriðja sinn að Dima Slobodeniouk heimsækir Sinfóníuhljómsveit Íslands, en hann stjórnaði hljómsveitinni fyrst árið 2016 og aftur 2017 þegar hann stjórnaði m.a. píanókonsert nr. 24 í c-moll eftir W. A. Mozart í flutningi Víkings Heiðars Ólafssonar.