EN

Eldbjørg Hemsing

Fiðluleikari

Eldbjørg Hemsing er í hópi fremstu fiðluleikara samtímans af yngri kynslóðinni. Á liðnu starfsári þreytti hún frumraun sína með hljómsveitinni Philharmonia í Lundúnum undir stjórn Santtu Matias-Rouvali og Þjóðarhljómsveit Ile de France sem hin eistneska Anu Tali stjórnaði í Philharmonie de Paris-tónleikahöllinni í framhaldi af tónleikaferðalagi þeirra um Frakkland. Nýlega lék hún fiðlukonsert nr. 2 eftir Anders Hillborg með Sinfóníuhljómsveitinni í Stavanger og kom í fyrsta sinn fram í Concertgebouw í Amsterdam þar sem hún lék fiðlukonsert Mendelssohns á Robeco Summer Nights hátíðinni. Sem kammermúsíkant hefur hún undanfarið ferðast víða með Hemsing-Müller-Stadtfeld tríóinu sem samanstendur auk hennar af sellóleikaranum Daniel MüllerSchott og píanóleikaranum Martin Stadtfeld.

Eldbjørg Hemsing vinnur reglulega með þekktum hljómsveitum á borð við Fílhamóníuhljómsveitirnar í Osló og Bergen, MDR sinfóníuhljómsveitina í Leipzig, Sinfóníuhljómsveitina í Helsingborg sem og Fílharmóníuhljómsveitirnar í Shanghai og Hong Kong. Þá er hún reglulegur gestur í þekktum tónleikasölum svo sem í Lincoln Center í New York, Kennedy Center í Washington, Wigmore Hall í London, Verbier Festival í Sviss og í Þjóðarlistamiðstöðinni í Beijing. Sumarið 2021 gerði Eldbjørg samning við Sony Classical útgáfuna og kom fyrsti hljómdiskurinn Arctic út 3. febrúar síðastliðinn. Fyrri útgáfa hennar með fiðlusónötum Griegs fyrir BIS útgáfuna vann Spellmann verðlaunin og var valinn diskur ársins í Noregi árið 2020. Miðpunktur annarrar plötunnar, Fire Ritual, er fiðlukonsert Tans Dun sem var skrifaður fyrir hana og hún frumflutti. Fyrsti geisladiskur Eldbjargar skartaði aftur á móti fiðlukonserti eftir Hjalmar Bergström og fyrsta fiðlukonserti Dimitris Schostakovitsj sem hún hljóðritaði með Sinfóníuhljómsveitinni í Vínarborg undir stjórn Olari Elts.

Eldbjørg leikur á Antonio Stradivari „Rivaz, Baron Gutmann“ fiðlu með vinsamlegu leyfi Dextra Musica Foundation.