EN

Emilia Hoving

Hljómsveitarstjóri

Emilia Hoving (1994) kemur frá Finnlandi og er rísandi stjarna þar í landi. Hún lærði við Síbelíusarakademíuna í Helsinki þar sem Jorma Panula var á meðal kennara hennar í hljómsveitarstjórn. Árið 2019 gegndi hún stöðu aðstoðarmanns Hannu Lintu, stjórnanda Finnsku útvarpshljómsveitarinnar og aðstoðaði einnig Mikko Frank, stjórnanda Frönsku útvarpshljómsveitarinnar frá 2020 til 2022. Hún hljóp í skarðið fyrir báða í mikilvægum verkefnum sem komu henni á kortið og fleiri tækifæri fylgdu í kjölfarið. 

Árið 2021 vann hún til finnsku gagnrýnendaverðalaunanna sem besti nýliðinn í listaheiminum og var talin meðal þeirra ungu hljómsveitarstjóra sem mest er vænst af. 

Hún hefur stjórnað Konunglegu fílharmóníusveitinni í Stokkhólmi, Fílharmóníuhljómsveit Lúxemborgar, Sinfóníuhljómsveit BBC og Þjóðarhljómsveitinni í Lille í Frakklandi auk þess sem hún hefur komið fram með Fílharmóníuhljómsveitinni í Helsinki. Sumarið 2022 kom hún í fyrsta skipti fram í Tókýó þar sem hún stjórnaði Sinfóníuhljómsveit Yomiuri Nippon og í Englandi þar sem hún stjórnaði Konunglegu bresku Fílharmóníuhljómsveitinni. Hún kom einnig í fyrsta skipti fram í Ástralíu það ár. 

Á þessu starfsári er mikið um að vera hjá Emiliu Hoving. Þar á meðal mun hún koma fram með Sænsku útvarpshljómsveitinni, Sinfóníuhljómsveit Gautaborgar, Norsku útvarpshljómsveitinni, Fílharmóníuhljómsveit hollenska útvarpsins, Konunglegu bresku Fílharmóníuhljómsveitinni, Tonkünstlerhljómsveitinni í Vínarborg, Sinfóníuhljómsveit Bournmouth og Sinfóníuhljómsveitinni á Tenerífe – og auðvitað Sinfóníuhljómsveit Íslands. Á þessu starfsári tekur hún einnig þátt í starfi Fílharmóníuhljómsveitarinnar í Helsinki þar sem hún mun taka þátt í stjórna flutningi verka finnskra tónskálda frá síðustu öld sem legið hafa í láginni.