EN

Emilíana Torrini

Söngkona

Emilíana Torrini hefur um árabil verið í fremstu röð íslensks tónlistarfólks á heimsvísu. Hún hóf söngferil sinn í Skólakór Kársness þegar hún var sjö ára gömul og söng með kórnum fram á unglingsár. Fyrsti geisladiskur hennar kom út árið 1995 og síðan hefur hún hefur gefið út fjölda platna, m.a. Love in the Time of Science (1999), Fisherman’s Woman (2005), Me and Armini (2008) og Tookah (2013). Hún hefur haldið tónleika um allan heim og hefur starfað með fjölda tónlistarmanna, m.a. GusGus, Kylie Minogue og Albin de la Simone. Þá söng hún lagið Gollum’s Song í kvikmyndinni The Lord of the Rings: The Two Towers árið 2002. Emilíana söng fyrst með Sinfóníuhljómsveit Íslands á stórtónleikum hennar með hljómsveitinni í Eldborg vorið 2016.