EN

Eric Lu

Píanóleikari

Kínversk-bandaríski píanóleikarinn Eric Lu vann til fyrstu verðlauna í hinni virtu Leeds-píanókeppni árið 2018, þá aðeins tvítugur. Árið eftir skrifaði hann undir samning við Warner Classics og hefur síðan þá unnið með nokkrum af þekktustu hljómsveitum veraldar og komið víða fram á einleikstónleikum. 

Meðal hljómsveita sem Eric Lu hefur nýlega unnið með eða starfar með á næstunni eru sinfóníuhljómsveitirnar í Lundúnum, Chicago, Boston og Seattle, Fílharmóníuhljómsveitin í Los Angeles, Oslóar fílharmónían, Fílharmóníuhljómsveitin í Luxemborg, Konunglega fílharmóníuhljómsveitin í Stokkhólmi, Þjóðarhljómsveitin í Lille, Finnska útvarpshljómsveitin og Helsinki fílharmónían. Hann hefur unnið með mörgum þekktum hljómsveitarstjórum, þar á meðal Riccardo Muti, Marin Alsop, Duncan Ward, Vasily Petrenko, Edward Gardner, Sir Thomas Dausgaard og Martin Fröst. 

Eric Lu hefur haldið einleikstónleika víða um heim, þar á meðal í Kölnar fílharmóníunni, Concertgebouw í Amsterdam, Queen Elisabeth Hall í London, Gewandhaus í Leipzig, Elbphilharmonie í Hamborg, Davies Hall í San Francisco, Listamiðstöðinni í Seoul, Fílharmoníunni í Varsjá og Sala São Paulo í Brasilíu. Á næsta ári mun hann koma fram í Wigmore Hall í London sjötta árið í röð. 

Þriðji hljómdiskur Erics Lu hjá Warner Classics sem inniheldur sónötur Schuberts, D. 959 og 784 kom út í desember 2022 og fékk lofsamlega dóma. Sama gildir um fyrri disk hans með verkum eftir Chopin og Schumann. 

Eric Lu fæddist í Massachusetts árið 1997. Hann vakti fyrst alþjóðlega athygli þegar hann hlaut verðlaun í Alþjóðlegu Chopin keppninni í Varsjá árið 2015 og hefur síðan þá hlotið fleiri alþjóðlegar viðurkenningar.