EN

Finnur Karlsson

Tónskáld

Finnur Karlsson lauk bakkalárprófi í tónsmíðum frá Listaháskóla Íslans vorið 2012 og mastersnámi í tónsmíðum frá Konunglega danska konservatoríinu vorið 2015. Helstu tónsmíðakennarar Finns hafa verið Hans Abrahamsen, Úlfar Ingi Haraldsson, Atli Ingólfsson, Simon Løf er og Niels Rosing-Schow. Finnur leggur nú stund á frekara framhaldsnám (d. Solistklassen) í tónsmíðum við Konunglega danska konservatoríið.

Verk Finns hafa meðal annars verið flutt af Barokkbandinu Brák, Copenhagen Phil, Decoda, Elektra Ensemble, Sinfóníuhljómsveit áhugamanna, Slowind, strokkvartettinum Sigga, TAK og Ventus. Finnur var staðartónskáld Sumartónleika í Skálholtskirkju 2015, en verkið sem pantað var af hátíðinni, Fold, var tilnefnt til Íslensku tónlistarverðlaunanna 2015.
Finnur er meðlimur í tónskáldakollektívinu Errata ásamt Báru Gísladóttur, Halldóri Smárasyni, Hauki Þór Harðarsyni og Petter Ekman.