EN

Flemming Viðar Valmundsson

Harmóníkuleikari

Flemming Viðar Valmundsson, fæddur árið 1995, valdi að læra á harmóníku vegna óskilgreinds innblásturs um átta ára aldurinn og hefur ekki skilið við hana síðan. Hann lærði hjá Guðmundi Samúelssyni í Tónlistarskólanum í Grafarvogi, þar sem hann hélt burtfarartónleika sína á 18 ára afmælisdaginn. Með harmóníkunni hefur hann hlotið ýmis verðlaun og má þar nefna þriðja sæti í alþjóðlegri harmóníkukeppni í Castelfidardo og svo ein af verðlaunum Nótunnar með Harmóníkukvintettinum í Reykjavík. Utan harmóníkunnar hefur Flemming verið virkur í grasrótarhljómsveitastarfi og unnið til ýmissa verðlauna á Músíktilraunum, og lauk hann þremur hljóðfæraprófum við Tónlistarskóla FÍH áður en hann hélt utan í klassískt tónlistarnám. Hann stundar nú bakkalárnám við Konunglega Tónlistarháskólann í Kaupmannahöfn hjá Geir Draugsvoll, einum fremsta harmóníkukennara heims, og hefur einnig fengið þar leiðsögn hjá herskara af risum harmóníkuheimsins.