Guido Sant'Anna
Einleikari
Brasilíski fiðluleikarinn Guido Sant'Anna fæddist í São Paulo árið 2005. Hann hóf fiðlunám fimm ára gamall, lék með hljómsveit aðeins sjö ára og hlaut verðlaun í Menuhin-keppninni í Genf árið 2018. Hann vakti fyrst alþjóðlega athygli 17 ára gamall þegar hann varð fyrsti Suður-Ameríkumaðurinn til að sigra hina virtu Fritz Kreisler alþjóðlegu fiðlukeppni í Vín árið 2022. Sá árangur ýtti úr vör ferli sem hefur þegar fært hann á fremstu tónleikasvið og hátíðir veraldar, meðal annars með Útvarpshljómsveitinni í Frankfurt og þýsku kammerfílharmóníunni í Bremen á Rheingau tónlistarhátíðinni. Náið listrænt samstarf hefur myndast við Sinfóníuhljómsveit São Paulo undir stjórn Thierry Fischer, þar sem Sant'Anna hefur komið fram á áskriftartónleikum, farið í alþjóðlegar tónleikaferðir og gert sitt fyrsta hljóðrit.
Á meðal hápunkta Sant'Anna á þessu starfsári eru frumraun hans með Sinfóníuhljómsveit Helsinki undir stjórn Jukka-Pekka Saraste, og með Gulbenkian-hljómsveitinni í Lissabon undir stjórn Neil Thomson. Hann leikur einnig Tvöfalda konsert Brahms í Isarphilharmonie í München ásamt sellóleikaranum Jaemin Han og Münchner Symphoniker undir stjórn Joseph Bastian, fer í tónleikaferð um Norðvestur-Þýskaland með Nordwestdeutsche Philharmonie og leikur í fyrsta sinn á Bregenzer Festspiele fiðlukonsert Sibeliusar með Wiener Symphoniker undir stjórn Evu Ollikainen.
Hann stundar nú nám við Kronberg Academy hjá Mihaelu Martin og leikur á fiðlu sem Jean-Baptiste Vuillaume smíðaði árið 1874, í eigu strengjasmíðameistarans Marcel Richters sem lánar honum hljóðfærið.
