EN

Halldóra Geirharðsdóttir

Kynnir

Leikkonan Halldóra Geirharðsdóttir hefur í rúman áratug verið vinsæll kynnir á fjölskyldu- og skólatónleikum Sinfóníuhljómsveitar Íslands. Þar hefur hún tekið
að sér ýmis hlutverk. Hún hefur verið sögumaður í Tobba túbu, Pétri og úlfinum og Töfraflautu Mozarts, svo fátt eitt sé nefnt. Hún bregður sér einnig oft í gervi trúðsins Barböru, sem vekur mikla kátínu tónleikagesta á öllum aldri.