EN

Hallveig Rúnarsdóttir

Einsöngvari

Hallveig Rúnarsdóttir hefur sungið mörg óperuhlutverk á fjölbreyttum ferli sínum. Meðal stærstu hlutverka hennar eru Donna Anna í Don Giovanni eftir Mozart, Michaëla í Carmen eftir Bizet og Fiordiligi í Cosi fan tutte eftir Mozart. Hún hefur komið fram sem einsöngvari víða um heim og hefur sungið margoft með Sinfóníuhljómsveit Íslands auk fjölda annarra hljómsveita bæði hér á landi og erlendis. Hallveig hefur verið virk í flutningi nýrrar tónlistar og hefur frumflutt mörg ný íslensk verk, þar af nokkur sem hafa verið samin fyrir hana. Hún hefur einnig haldið fjölda einsöngstónleika á Íslandi og víðar um Evrópu þar sem hún hefur lagt áherslu á ljóðasöng. Hallveig hlaut Íslensku tónlistarverðlaunin sem söngkona ársins 2013 fyrir hlutverk sitt sem Michaëla í Carmen og hefur tvívegis hlotið tilnefningu eftir það til sömu verðlauna. Hún hefur einnig verið tilnefnd tvisvar sem söngvari ársins á Grímuverðlaununum.