EN

Han-Na Chang

Hljómsveitarstjóri

Kóresk-bandaríski hljómsveitarstjórinn Han-Na Chang er aðalstjórnandi Sinfóníuhljómsveitarinnar í Þrándheimi þar sem hún hefur vakið mikla hrifningu fyrir kraftmikla túlkun sína. Hún hóf sellónám sex ára gömul og ferill hennar sem sellóleikari hófst þegar hún var aðeins 11 ára, þegar hún vann hina alþjóðlegu Rostropovitsj-sellókeppni. Í kjölfarið lék hún einleik með fremstu hljómsveitum heims, meðal annars Berlínarfílharmóníunni, Fílharmóníusveitunum í New York og Los Angeles, og Sinfóníuhljómsveit Lundúna. Hún hljóðritaði sem sellóleikari fyrir EMI og hlaut m.a. Cannes Classics- og Gramophone-verðlaunin fyrir diska sína.

Þegar Chang var á þrítugsaldri söðlaði hún um og sneri sér að hljómsveitarstjórn. Hún hefur stjórnað mörgum fremstu hljómsveitum heims. Hún kemur reglulega fram með Sinfóníuhljómsveitunum í Toronto, Ósló, Gautaborg og Minnesota, en hefur einnig stjórnað m.a. Staatskapelle Dresden, Útvarpshljómsveitinni í Köln og Fílharmóníusveitinni í Stokkhólmi, svo fátt eitt sé nefnt. Meðal tónskálda sem hún þykir túlka afburða vel má nefna Brahms, Bruckner, Strauss og Shostakovitsj. Han-Na Chang kemur nú í fyrsta sinn fram á Íslandi