EN

Harriet Krijgh

Sellóleikari

Harriet Krijgh fæddist í Hollandi árið 1991. Hún lærði við Tónlistarháskólann í Vínarborg og einnig við Kronberg-akademíuna hjá Frans Helmerson. Sjálf hefur hún kennt sellóleik við Tónlistarháskólann í Vínarborg frá árinu 2017.

Krijgh hefur leikið með fjölda hljómsveita í Evrópu, meðal annars Fílharmóníusveit Lundúna og Academy of St.-Martin-in-the-Fields. Hún tók þátt í að frumflytja konsert Gubaidulinu fyrir fiðlu, selló og bajan vorið 2017 og hefur flutt verkið m.a. í Boston, Hanover, París og Utrecht. Krijgh tók við af Janine Jansen sem listrænn stjórnandi Kammertónlistarhátíðarinnar í Utrecht árið 2017. Hún hlaut fyrstu verðlaun á sellótvíæringnum í Amsterdam árið 2012 og hefur hljóðritað fjölda diska fyrir Capriccio-plötuforlagið. Hún leikur á selló smíðað af Giovanni Paolo Maggini árið 1620.