EN

Hrafnhildur Árnadóttir Hafstað

Einsöngvari

Hrafnhildur Árnadóttir Hafstað stundaði tónlistarnám á Íslandi og í Hollandi, þaðan sem hún lauk prófi frá Hollensku óperuakademíunni árið 2015 með láði. Meðal hlutverka hennar eru greifynjan í Brúðkaupi Fígarós og Echo í Ariadne auf Naxos eftir Richard Strauss, en einnig syngur hún m.a. Exsultate jubilate eftir Mozart og Gloria eftir Poulenc. Hún hefur sungið í fjölmörgum óperum í Hollandi og komið fram sem einsöngvari með Sinfóníuhljómsveit Íslands, sinfóníuhljómsveitinni í Delft og Residentie Orkest. Hún var meðal sigurvegara í keppninni Ungir einleikarar haustið 2011 og söng í kjölfarið einsöng með Sinfóníuhljómsveit Íslands í fyrsta sinn. Þess má geta til gamans að bæði móðir Hrafnhildar, Ólöf Sesselja, og systir hennar, Arngunnur, eru meðlimir í Sinfóníuhljómsveit Íslands.