EN

Johanna Brynja Ruminy

Fiðluleikari

Johanna Brynja Ruminy hóf fiðlunám við Tónskóla Sigursveins 2003, þá fimm ára gömul. Hún naut leiðsagnar Aðalheiðar Matthíasdóttur til ársins 2014 og síðan Auðar Hafsteinsdóttur til ársins 2017. Johanna lauk framhaldsprófi frá Tónskóla Sigursveins árið 2017. Árið 2018 hóf hún nám í Staatliche Hochschule für Musik í Trossingen í Þýskalandi undir leiðsögn prófessors Winfried Rademacher. Hún er nú á sjötta misseri í fjögurra ára BA-námi.

Johanna hefur tekið þátt í ýmsum hljómsveitarstörfum, meðal annars spilað með Ungsveit Sinfóníuhljómsveitar Íslands, Sinfóníuhljómsveit Norðurlands, Sinfóníuhljómsveit tónlistarskólanna, Junge Sinfonie Berlin og Junge Deutsche Philharmonie í Þýskalandi.

Árið 2016 hlaut hún ásamt Jóhanni Erni Thorarerensen Nótuna. Í framhaldi af því léku þau einleik með Sinfóníuhljómsveit áhugamanna. Árið 2018 lék Johanna einnig einleik með Sinfóníuhljómsveit tónlistarskólanna.