EN

Jóna G. Kolbrúnardóttir

Einsöngvari

Jóna G. Kolbrúnardóttir er fædd og uppalin í Reykjavík. Hún var ung að árum þegar hún hóf að syngja í hinum ýmsum kórum og sem einsöngvari. Hún lauk burtfararprófi frá Söngskólanum í Reykjavík vorið 2014 undir leiðsögn Hörpu Harðardóttur. Hún tók þátt í tveimur uppfærslum Nemendaóperu Söngskólans; Íslensku söngdönsunum eftir Jón Ásgeirsson og Óperutorginu. Haustið 2014 hélt hún í framhaldsnám til Vínarborgar þar sem hún stundar söngnám við Listaháskólann undir leiðsögn Gabriele Lechner. Jóna tók síðastliðið vor þátt í meistaranámskeiði hjá Anne Sofie von Otter. Í haust söng hún titilhlutverkið í skólauppsetningu á óperunni Die Kluge eftir Carl Orff. Jóna söng bakraddir inn á Biophilia plötu Bjarkar Guðmundsdóttur og tók þátt í þriggja ára tónleikaferð sem fylgdi á eftir plötunni.