EN

Kari Kriikku

Klarínettleikari

Finnski klarínettleikarinn Kari Kriikku (f. 1960) lærði við Sibeliusar-akademíuna í Helsinki og síðar í Englandi og Bandaríkjunum. Hann þykir einn fremsti klarínettleikari heims og hljóðritanir hans hafa unnið til ótal verðlauna, m.a. hjá Classic CD, BBC Music Magazine, og Gramophone. Hann er ötull talsmaður samtímatónlistar og hefur frumflutt verk eftir m.a. Magnus Lindberg, Kaiju Saariaho, Esa-Pekka Salonen og Unsuk Chin. Hann er einn af stofnendum finnsku kammersveitarinnar Avanti! og er listrænn stjórnandi hennar frá árinu 1998. 

Hann hlaut Tónlistarverðlaun Norðurlandaráðs árið 2009. Í rökstuðningi sínum sagði dómnefnd að hann væri „einstakur virtúós á hljóðfæri sitt. Flutningur hans er sveigjanlegur og einkennist af gleði og jákvæðni – hann er músíkant í bestu merkingu þess orðs.“