Kathryn Stott
Píanóleikari
„Þegar ég var fimm ára gömul kynntist ég upprétta píanóinu í stofunni heima og úr varð mikil vinátta. Það var upphafið að ferðalagi mínu með tónlistinni. Ég tók hröðum framförum og átta ára fór ég í heimavistarskóla fyrir ungt tónlistarfólk. Það voru tveir gestakennarar sem höfðu mikil a ́hrif á mig á meðan á þessu námi stóð, en það voru Nadia Boulanger og Vlado Perlmuter. Það er þeim að þakka að ég o ̈ðlaðist mikila ástríðu fyrir franskri tónlist. Síðar stundaði ég nám við Royal College of Music í London og áður en ég vissi af var ég orðin að atvinnutónlistarmanni. Ég kynntist Yo-Yo Ma fyrir einskæra tilviljun árið 1978, og reyndist það vera eitt af giftusamlegustu augnablikum lífs míns. Við höfum átt samstarf sem hefur leitt okkur í ævintýri með tónlistarfólki um allan heim. Órjúfanleg taug bindur okkur saman og sameinar á þessari skapandi vegferð. Ég nýt áskorunarinnar sem fylgir því að leiða saman tónlistarfólk í að spila spennandi efnisskrá. Sú vegferð hófst árið 1995 og síðan þá hafa margar af hugmyndum mínum raungerst í hinum ýmsu viðburðum. Ég held a ́fram að þenja mörkin í tónlist og búa til óvenjulegar samsetningar við hvert tækifæri. Þegar ég lít um öxl sé ég marga hápunkta á ferli mínum, allt frá því að spila á Last Night of the Proms fyrir milljónir manna, yfir í að glæða tónlistaráhuga örfárra ungra grunnskólanema með kraftmiklum píanóleik. Ég hef mikla a ́stríðu fyrir því að vinna með ungu tónlistarfólki. Ég hef orðið þess heiðurs aðnjótandi að fá spennandi tónlist samda fyrir mig. Tónlistin hefur leitt mig um gervallan heim, en þegar ég er ekki að spila má finna mig á göngu í Nepal, Costa Rica, Buhtan eða spígsporandi með hundinn minn Archie um hálendi Yorkshire-sýslu í Bretlandi. Ferðalagið heldur áfram.“
Kathryn Stott