EN

Kór Menntaskólans við Hamrahlíð

Kór Menntaskólans við Hamrahlíð var stofnaður árið 1967 af Þorgerði Ingólfsdóttur, sem stjórnaði kórnum í hálfa öld. Kórinn hefur frá stofnun frumflutt fjölmörg kórverk og er enn í dag meðal leiðandi kóra hvað varðar frumflutning á nýjum íslenskum kórverkum. Meðlimir kórsins eru nemendur Menntaskólans við Hamrahlíð á aldrinum 16–19 ára. Kórinn hefur margoft komið fram með Sinfóníuhljómsveit Íslands. Á hverri vorönn ferðast kórinn um landið og kynnir þar innlend sem erlend kórverk. Kórstjóri er Hreiðar Ingi Þorsteinsson.