EN

Lára Sóley Jóhannsdóttir

Framkvæmdastjóri

Lára Sóley Jóhannsdóttir hefur verið framkvæmdastjóri Sinfóníuhljómsveitar Íslands frá 1. ágúst 2019. Lára Sóley er fiðluleikari og hafði áður starfað sem tónlistarmaður og sjálfstætt starfandi verkefnastjóri. Á árunum 2010-2014 var hún verkefnastjóri við Menningarhúsið Hof og gegndi starfi framkvæmdastjóra Hofs í afleysingum. Hún var konsertmeistari Sinfóníuhljómsveitar Norðurlands og framkvæmdastjóri Sumartónleika í Akureyrarkirkju.

Lára Sóley er með BMus próf frá Royal Welsh College of Music and Drama og meistaragráðu í listastjórnun við sama háskóla. Lára Sóley hefur tekið virkan þátt í félagsstörfum, m.a. setið í stjórn og verkefnavalsnefnd Sinfóníuhljómsveitar Norðurlands, stjórn KÍTÓN (Félagi kvenna í tónlist) og stjórn Tónlistarfélags Akureyrar.