EN

Már Gunnarsson

Píanóleikari

Már Gunnarsson er einn af okkar efnilegu lagahöfundum af yngri kynslóðinni. Hann hefur hlotið margvíslegar viðurkenningar bæði á lista- og íþróttasviðinu en ásamt tónlistarhæfleikunum er hann afburða sundmaður. Már mun flytja eigin tónsmíð, Jólin koma með þér, með Sinfóníuhljómsveit Íslands á jólatónleikum hennar í útsetningu Þóris Baldurssonar en báðir eru þeir annálaðir Suðurnesjamenn.