EN

María Qing Sigríðardóttir

Sellóleikari

María Qing Sigríðardóttir (f. 2004) hóf sellónám sitt fimm ára að aldri og nemur nú hjá Prof. Conradin Brotbek við Hochschule für Musik und Darstellende Kunst Stuttgart. Samhliða stúdentsprófi lauk hún framhaldsprófi í sellóleik frá Tónskóla Sigursveins vorið 2022 þar sem hún lærði hjá Gunnari Kvaran, Örnólfi Kristjánssyni og Ólöfu Sigursveinsdóttur.

Tónleikaferðir og tónlistarhátíðir hafa nú þegar leitt Maríu víða um Evrópu auk Bandaríkjanna. Hún var meðlimur Ungsveitar Sinfóníuhljómsveitar Íslands 2019-2022 og hefur komið fram með Sinfóníuhljómsveit Gautaborgar. María hefur sérstaka ástríðu fyrir kammertónlist.

„Ég óska að túlkun mín tengi hlustendur við rödd sálarinnar og opni þar nýjar brautir“

Nánar á: mariaqingsigridardottir.com

Texti // María Qing Sigríðardóttir