EN

Marta Kristín Friðriksdóttir

Einsöngvari

Marta Kristín Friðriksdóttir er fædd árið 1996 í Reykjavík. Hún byrjaði ung í Stúlknakór Reykjavíkur hjá Margréti Pálmadóttur og hóf einsöngsnám sitt árið 2008 í söngskólanum Domus vox. Haustið 2012 byrjaði Marta í Söngskólanum í Reykjavík undir leiðsögn Signýjar Sæmundsdóttur og lauk þar 8. stigi vorið 2016.

Haustið 2017 lá leiðin til Austurríkis í framhaldsnám í söng og nú í sumar mun Marta ljúka bakkalárnámi frá Tónlistarháskóla Vínarborgar þar sem Regine Köbler hefur séð um leiðsögnina. Marta hefur náð góðum árangri í söngkeppnum á undanförnum árum og má þar helst nefna hina virtu söngkeppni „Neue Stimmen“ en þar komst Marta áfram í lokaumferð í október 2019. Einnig sigraði Marta söngkeppnina „Vox Domini“ í janúar 2017 í Salnum í Kópavogi og hlaut í kjölfarið nafnbótina Rödd ársins. Í lok maí mun Marta syngja hlutverk Næturdrottningarinnar í uppfærslu af Töfraflautunni í Vínarborg. Einnig hefur hún farið með hlutverk Paminu í Töfraflautunni, Adinu í Ástardrykknum, Amore í Orfeo ed Euridice og Sand-og Taumännchen í Hans og Grétu.