EN

Matthew Halls

Hljómsveitarstóri

Breski stjórnandinn og semballeikarinn Matthew Halls er vinsæll gestur hljómsveita og óperuhúsa og nýtur virðingar sem kraftmikill og líflegur túlkandi tónlistar frá öllum skeiðum tónlistarsögunnar. Hann hefur stjórnað fjölda hljómsveita austan hafs og vestan. Meðal annars kom hann nýverið fram með Útvarpshljómsveitinni í Leipzig, Finnsku útvarpshljómsveitinni og Fílharmóníusveitinni í Varsjá, og í Norður-Ameríku hefur hann m.a. stjórnað sinfóníuhljómsveitunum í Chicago, Cleveland og Toronto. Fyrir fáeinum árum pantaði hann stórt verk fyrir kór og hljómsveit eftir Sir James MacMillan, A European Requiem, sem hann frumflutti við frábærar undirtektir. Í óperuflutningi hefur hann stjórnað við Bayerische Staatsoper og Hollensku þjóðaróperuna, meðal annars Peter Grimes eftir Britten, Normu eftir Bellini og Ariod- ante eftir Händel. Hljóðritanir hans hafa unnið til fjölmargra verðlauna, m.a. diskar með óperunni Parnasso in Festa eftir Händel ásamt The King’s Consort (Hyperion) og fjórir semb- alkonsertar Bachs sem Halls lék og stjórnaði frá hljóðfærinu (Linn Records).

Matthew Halls stjórnaði Sinfóníuhljómsveit Íslands í fyrsta sinn árið 2009 þegar hann stýrði Mozart-tónleikum með Martin Fröst í Háskólabíói. Þetta er í áttunda sinn sem hann stjórnar hljómsveitinni, en af verkum sem hann hefur flutt hér á landi má nefna Messías Händels, píanókonserta og sinfóníur eftir Beethoven og Mozart, og Sinfóníu í þremur þáttum eftir Stravinskíj.