EN

Mikolaj Ólafur Frach

Píanóleikari

Mikolaj Ólafur Frach fæddist á Ísafirði árið 2000. Hann hóf píanónám hjá móður sinni, Iwonu Frach, sex ára gamall við Tónlistarskóla Ísafjarðar en næst stundaði hann nám hjá próf. Janusz Olejniczak við Chopin-tónlistarháskólann í Varsjá. Nú er hann í mastersnámi við Tónlistarakademíuna í Kraká undir handleiðslu próf. Mariola Cieniawa-Puchala. Hann er verðlaunahafi í fjölda tónlistarkeppna, meðal annars hlaut hann fyrstu verðlaun í píanókeppni Íslandsdeildar EPTA árið 2015 og fyrstu verðlaun í F. Chopin-píanókeppninni í Reykjavík 2019, þar sem hann hlaut einnig verðlaun fyrir besta flutning á verki eftir Chopin, og verðlaunahafi á Nordic Piano Competition í Ingesund 2019. Mikolaj kemur reglulega fram á einleikstónleikum á Íslandi, Þýskalandi, Póllandi, Hollandi og Litháen meðal annars á tónlistarhátíðum eins og Chopin en Vacances eða Harasiewicz Piano Festival. Hann er einnig mjög virkur í kammertónlist og hefur komið fram á tónleikum og tekið upp með virtustu pólsku fiðluleikurum m.a. Janusz Wawrowski og Piotr Tarcholik. Mikolaj hefur áður komið fram sem einleikari með Sinfóníuhljómsveit Íslands árið 2019 í tónleikaferð hljómsveitar til Ísafjarðar.