EN

Mikolaj Ólafur Frach

Píanóleikari

Mikolaj Ólafur Frach fæddist á Ísafirði árið 2000. Hann hóf píanónám hjá móður sinni, Iwonu Frach, sex ára gamall við Tónlistarskóla Ísafjarðar en nú stundar hann nám hjá próf. Janusz Olejniczak við Chopin-tónlistarháskólann í Varsjá. Hann er verðlaunahafi í fjölda tónlistarkeppna, meðal annars hlaut hann fyrstu verðlaun í píanókeppni Íslandsdeildar EPTA árið 2016 og fyrstu verðlaun í F. Chopin-píanókeppninni í Reykjavík 2019, þar sem hann hlaut einnig verðlaun fyrir besta flutning á verki eftir Chopin, og verðlaunahafi á Nordic Piano Competition í Ingesund 2019. Mikolaj hélt sína fyrstu einleikstónleika aðeins tólf ára gamall og hefur síðan komið fram reglulega bæði á Íslandi og í Póllandi. Árið 2017 flutti hann báða píanókonserta Chopins á tónleikum í Reykjavík og á Ísafirði ásamt strengjasveit frá Kraká.