EN

Nobuyuki Tsujii

Píanóleikari

Japanski píanóleikarinn Nobuyuki Tsujii hreppti gullverðlaun í Van Cliburn­píanókeppninni árið 2009 og er í dag í hópi fremstu píanista samtímans. Hann nýtur virðingar fyrir innblásna og ástríðufulla túlkun, gífurlega tækni og litríkan tón úr slaghörpunni.

Hann hefur haldið einleikstónleika í helstu tónleikasölum vestanhafs og austan þar á meðal í New York, Washington D.C., í Boston, Vancouver, London og Berlín. Nobu hefur verið gestur helstu hljómsveita víða um heim, meðal þeirra er Hljómsveit Mariinsky­leikhússins í St. Pétursborg, Philharmonia Orchestra og BBC­fílharmónían í London, Konunglega fílharmóníuhljómsveitin í Liverpool og sinfóníuhljómsveitirnar í Seattle, Baltimore og Basel. Af hljómsveitarstjórum sem hann hefur unnið með má nefna Valery Gergiev, Vladimir Ashkenazy, Vladimir Spivakov, Juanjo Mena, Vasily Petrenko, Thierry Fischer og Yutaka Sado. Þá hefur Nobu komið fram með helstu hljómsveitum heimalands síns ­ Japönsku fílharmóníunni. NHK­sinfóníunni, Yomiuri Nippon­hljómsveitinni, Tokyo­ sinfóníunni og Orchestra Ensemble Kanazawa.

Nobu hljóðritar eingöngu fyrir Avex Classics International­ útgáfuna og hefur á undanförnum árum leikið þekkt verk inn á nokkrar metsöluplötur, þar á meðal 2. píanókonsert Rakhmanínovs með Þýsku sinfóníuhljómsveitinni í Berlín, 1. píanókonsert Tsjajkovskíjs með Yukata Sado og BBC­ fílharmóníunni og Keisarakonsert Beethovens með Orpheus­ kammerhljómsveitinni. Þá leikur Nobu einleiksverk eftir Chopin, Mozart, Debussy og Liszt sem og sínar eigin tónsmíðar á nokkrum geisladiskum.

Seinna í þessum mánuði leikur Nobuyuki Tsujii 1. píanókonsert Tsjajkovskíjs í tvígang með Fílharmóníuhljómsveitinni í Liverpool undir stjórn Petrenkos og í júní leikur hann G-­dúr píanókonsert Ravels með austurrísku Tonkünstler­ hljómsveitinni á nokkrum stöðum í Austurríki, m.a. og í Musikverein­salnum í Vínarborg. Þá leikur Nobu síðsumars fjölbreytt einleiksprógramm á útitónleikum í þýsku borginni Friedrichshafen. 

Í nóvember 2018 heldur Nobu í tónleikaferð um Japan með Sinfóníuhljómsveit Íslands og Vladimir Ashkenazy. Hér má lesa viðtal við Nobu í tilefni tónleikaferðarinnar.