EN

Söngsveitin Fílharmónía

Söngsveitin Fílharmónía var stofnuð árið 1960 af dr. Róbert Abraham Ottóssyni og öðru áhugafólki um flutning sígildra kórverka, og á því sextugsafmæli í vor. Kórinn starfaði náið með Sinfóníuhljómsveit Íslands fyrsta aldarfjórðunginn en síðan á eigin vegum. Að undanförnu hefur verkefnum farið fjölgandi og kórinn hefur tekið til flutnings léttari tónlist af ýmsu tagi, auk sígildra kórverka. Þá hefur Fílharmónía farið í tónleikaferðir og sótt kóramót víða um Evrópu við góðan orðstír. Árið 2014 hlaut kórinn tilnefningu til Íslensku tónlistarverðlaunanna fyrir flutning sinn á Þýskri sálumessu eftir Brahms og nýliðinn vetur flutti kórinn Requiem eftir Mozart með Sinfóníuhljómsveit Norðurlands undir stjórn finnska hljómsveitarstjórans Önnu-Mariu Helsing. Stjórnandi Fílharmóníu er Magnús Ragnarsson.