EN

Söngsveitin Fílharmónía

Söngsveitin Fílharmónía var stofnuð árið 1960 af dr. Róbert Abraham Ottóssyni og öðru áhugafólki um flutning sígildra kórverka. Kórinn starfaði náið með Sinfóníuhljómsveit Íslands fyrsta aldarfjórðunginn en síðan á eigin vegum. Að undanförnu hefur verkefnum farið fjölgandi og kórinn hefur tekið til flutnings léttari tónlist af ýmsu tagi, auk hinna sígildu kórverka. Þá hefur Fílharmónía farið í tónleikaferðir og sótt kóramót víða um Evrópu við góðan orðstýr, nú síðast til Flórens á Ítalíu þar sem kórinn söng í mörgum af fegurstu kirkjum borgarinnar. Árið 2014 hlaut kórinn tilnefningu til Íslensku tónlistarverðlaunanna fyrir flutning sinn á Þýsku sálumessunni eftir Brahms, og mun syngja það verk að nýju næsta vor með Sinfóníuhljómsveit Íslands í Eldborg. Á undanförnum árum hefur Söngsveitin Fílharmónía meðal annars fjórum sinnum tekið þátt í Klassíkinni okkar með Sinfóníuhljómsveit Íslands, flutt Requem eftir Mozart með Sinfóníuhljómsveit Norðurlands, Níundu sinfóníu Beethovens með Ungsveit Sinfóníunnar, tekið þátt í sýningum á Hringadróttins sögu með lifandi tónlist og sungið kórpartinn í Evítu og Moulin Rouge í vinsælum sýningum í Hörpu. Kórinn æfir nú Requem eftir Verdi sem flutt verður um leið og aðstæður leyfa.