EN

Stéphane Denève

Hljómsveitarstjóri

Stéphane Denève er tónlistarstjóri St. Louis Sinfóníuhljómsveitarinnar í Missouri og listrænn stjórnandi Nýjaheims Sinfóníunnar (the New World Symhony) í Flórída. Haustið 2023 tók hann við sem aðalgestastjórnandi Fílharmóníusveitar Hollenska útvarpsins en var áður aðalhljómsveitarstjóri hljómsveitarinnar í Philadelphia. Hann hefur verið aðalhljómsveitarstjóri Fílharmóníusveitar Brussel og Útvarpshljómsveitarinnar í Stuttgart (SWR) og starfað sem tónlistarstjóri Konunglegu skosku þjóðarhljómsveitarinnar.

Denève kemur reglulega fram á helstu tónleikastöðum heims með fremstu sinfóníuhljómsveitum Evrópu og Norður Ameríku og hefur unnið með framúrskarandi einleikurum á borð við Leif Ove Andsnes, Joshua Bell, Augustin Hadelich, Hilary Hahn, Lang Lang, Yo-Yo Ma, Anne-Sophie Mutter og Víking Heiðar Ólafsson.

Denève sem kemur frá Frakklandi hefur lagt sérstaka rækt við tónlist frá heimalandi sínu og hefur hlotið lof og verðlaun fyrir hljóðritun á verkum eftir Poulenc, Debussy, Ravel, Roussel, Franck og Connesson. Stéphane Denève starfar einnig á sviði óperu og leiddi nýja uppfærslu af Pelléas et Mélisande með Konunglegu Concertgebouw hljómsveitinni og Hollensku óperunni árið 2019 á Holland Festival. Hann hefur einnig stýrt uppsetningum við hin ýmsu leik- og óperuhús og á hátíðum og má þar nefna Konunglega óperuhúsið í Covent Garden, Þjóðaróperuna í París, Glyndebourne hátíðina, Scala leikhúsið og Þýsku óperuna í Berlín.