EN

Strokkvartettinn Siggi

Strengjakvartett

Mánudaginn 11. maí kl. 12:15 leikur Strokkvartettinn Siggi nokkur létt og falleg lög í Hörpuhorni. Meðal annar flytja þau verk eftir Beethoven, Atla Heimi Sveinsson, Penderecki, Karólínu Eiríksdóttur og Wolfgang Amadeus Mozart.

Tónleikarnir eru um hálftíma langir. Aðgangur ókeypis og tónleikarnir eru opnir öllum meðan fjöldatakmarkanir leyfa.

Strokkvartettinn Siggi hefur starfað saman frá árinu 2012. Kvartettinn er skipaður þeim Unu Sveinbjarnardóttur og Helgu Þóru Björgvinsdóttur á fiðlur, Þórunni Ósk Marinósdóttur á víólu og Sigurði Bjarka Gunnarssyni á selló. Þau eru öll hljóðfæraleikarar í Sinfóníuhljómsveit Íslands.

Tónleikar Strokkvartettsins Sigga hafa vakið athygli vegna mikillar breiddar í efnisvali en kvartettinn hefur auk þess að spila Beethoven og tónlist allt aftur til endurreisnartímans stuðlað að nýsköpun í tónlist fyrir strengjakvartett og frumflutt fjölda tónverka. Kvartettinn er tilnefndur sem flytjandi ársins á Íslensku tónlistarverðlaununum 2019. Á vordögum 2019 kemur út nýr diskur kvartettsins með íslenskum verkum saminn sérstaklega fyrir strokkvartettinn gefinn út af Sono luminus.