EN

Suzanne Fischer

Einsöngvari

Breska sópransöngkonan Suzanne Fischer hefur unnið til fjölmargra verðlauna á síðustu árum. Meðal þeirra má nefna Oxford Lieder Young Artist Platform árið 2016 og Pavarotti verðlaunin í Viotti söngkeppninni á Ítalíu. Árin
2014 og 2015 fékk hún nafnbótina „A Britten Pears Young Artist“. Fischer hefur komið fram á fjölmörgum óperusviðum heims, til dæmis í Glyndbourne-óperuhátíðinni og hjá Þýsku óperunni í Berlín en meðal hlutverkanna eru Gilda í Rigoletto, Sophie í Rósarriddaranum og Konstansa í Brottnáminu úr kvennabúrinu. Efnisskrá Fischer telur meðal annars verk eftir Mozart, Haydn, Schubert, Schumann, Liszt, Berlioz, Brahms, Wolf, Strauss, Boulanger, Debussy, Messiaen, Britten og Oliver Knussen. Auk óperu- og ljóðasöngs kemur hún reglulega fram í kirkjulegum verkum.