EN

Þórhildur Magnúsdóttir

Víóluleikari

Þórhildur Magnúsdóttir er fædd í Reykjavík árið 1999. Hún hóf fiðlunám fimm ára gömul í Tónskóla Sigursveins hjá Aðalheiði Matthíasdóttur og síðar hjá Auði Hafsteinsdóttur. Árið 2014 byrjaði hún að spila á víólu samhliða fiðlunni undir leiðsögn Helgu Þórarinsdóttur. Vorið 2019 lauk hún framhaldsprófi á víólu frá Menntaskóla í tónlist undir handleiðslu Þórunnar Óskar Marinósdóttur. Þórhildur er meðlimur í kammersveit Elju og kammerhópnum Tríó Sól og hefur einnig sungið í Hamrahlíðarkórunum undir stjórn Þorgerðar Ingólfsdóttur frá 2015.

Þórhildur stundar meistaranám við Konunglega tónlistarháskólann í Kaupmannahöfn þar sem kennarar hennar hafa verið Lars Anders Tomter og Asbjørn Nørgaard, víóluleikari Danska strengjakvartettsins. Síðastliðið ár hefur hún verið í skiptinámi við konservatoríið í Gent undir handleiðslu Diederik Suys.

Þórhildur leikur á víólu sem smíðuð er af I. C. McWilliams í Berlín árið 2018.