EN

Þráinn Hjálmarsson

Tónskáld

Tónlist Þráins hefur verið lýst af gagnrýnendum sem „innhverfri, sveimtónlistarlegri, fallega unninni, fíngerðri og nostursamlegri“ sem og „heillandi og töfrandi!“

Verk Þráins hafa verið flutt víða um heim af hinum ýmsu tilefnum af ýmsum flytjendum og hljóðfærahópum. Má þar nefna Basel Sinfonietta, BBC Scottish Symphony Orchestra, Kammersveit Reykjavíkur, Sinfóníuhljómsveit Íslands, CAPUT, Njúton, Athelas sinfonietta, Uusinta Ensemble, Ensemble Klang, Nordic Affect auk margra annarra. Þá hefur tónlist hans verið leikin við ýmis tækifæri á borð við hátíðir eins og Norræna Músíkdaga, CULTURESCAPES 2015 – Island, Nordlichter Biennal, Myrka músíkdaga, Tectonics Reykjavík og Glasgow, UNM auk fjölda annarra.

Þráinn nam tónsmíðar við Konunglega konservatoríið í Den Haag og við Listaháskóla Íslands á árunum 2009-2011. Þráinn er meðlimur tónskáldasamtakanna S.L.Á.T.U.R. og heldur hann utanum tónleikaröðina Hljóðön, sem tileinkuð er samtímatónlist og haldin er af Lista- og menningarmiðstöð Hafnarfjarðar, Hafnarborg.

Á meðal þeirra þverfaglegra verkefna sem Þráinn hefur unnið að, má telja þróun hljóðfærisins Þránófónn, í samstarfi  við myndlistarmanninn Halldór Úlfarsson og tónskáldið Inga Garðar Erlendsson, sem og gerð myndlistarverksins Lágmynd (e. Relief) árið 2015 í samstarfi  við myndlistarmanninn Sigurð Guðjónsson.