EN

Tómas Vigur Magnússon

Fiðluleikari

Tómas Vigur Magnússon er fæddur 15. desember árið 2005 og hóf Suzuki-fiðlunám 5 ára að aldri, hjá Diljá Sigursveinsdóttur. Síðastliðin sex ár hefur Tómas stundað fiðlunám hjá Auði Hafsteinsdóttur, fyrst í Tónskóla Sigursveins og nú í Listaháskóla Íslands og lauk hann framhaldsprófi undir hennar leiðsögn í mars 2023. Tómas hefur tekið virkan þátt í fjölmörgum kammer- og hljómsveitarverkefnum en auk þess hefur hann sótt fjölda masterclassa og námskeiða, bæði hérlendis og erlendis. Síðastliðið haust var Tómas einn af sigurvegurum Nótunnar og lék hann einleik með Sinfóníuhljómsveit áhugamanna í febrúar síðastliðnum. Tómas stundar nú diplómanám í fiðluleik við Listaháskóla Íslands en hann og er einnig í framhaldsnámi á píanó en hann stefnir á Bachelor nám í fiðluleik erlendis í haust.

Texti // Tómas Vigur Magnússon